Sárafátækt, skólar, sænska leiðin, næstum-Reykjvík, trú og spilling
Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ og Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu lýsa fyrir okkur kolsvartri skýrslu um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Þórdís Sigurðardóttir forstjóri Menntamálstofnunar bregst við niðurstöðum Pisa-könnunarinnar og Gunnlaugur Magnússon dósent í uppeldisfræði við Uppsalaháskóla segir okkur frá sænsku leiðinni í skólamálum, leið markaðs- og einkavæðingar. Hjónin Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur segja okkur frá Reykjavík sem ekki varð og Örn Bárður Jónsson prestur ræðir við okkur um spillingu í ljósi trúar og lífsgilda.