Seðlabanki, ríkissjóður, brennivín og klerkar

S03 E083 — Rauða borðið — 18. apr 2024

Gunnar Jakobsson sagði upp sem vara Seðlabankastjóri fjármálastöðugleika og er kominn með starf hjá ítölskum banka. Hann kemur við á Rauða borðinu og ræðir vexti, fyrirferð banka og öryggi þeirra, greiðslumiðlun og annað sem tengist Seðlabankanum. Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar mætir síðan og ræðir fjármálaáætlun, hallan á ríkissjóð og dauða nýfrjálshyggjunnar, sem yfirvöld á Íslandi virðast ekki hafa frétt af. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu hjá landlækni, ræðir síðan skaðsemi áfengis, en rannsóknir sýna æ betur hvurslags eitur það er. Og í lokin kemur Kjartan Orri Þórsson sérfræðingur í málefnum Írans og segir okkur frá landinu, þjóðinni og stjórnvöldum. Og hvernig þau skilgreina öryggishagsmuni sína.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí