Sjómenn, kuldi, Tyrkir, leigjendur og fyrsta skáldsagan

S04 E034 — Rauða borðið — 15. mar 2023

Hvers vegna felldu sjómenn tíu ára kjarasamning sem forysta þeirra undirritaði? Við spyrjum Inga Þór Hafdísarson sem er á loðnuveiðum. Hvers vegna er svona kalt? Við spyrjum Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing. Mun Erdogan verða endurkjörinn forseti Tyrklands? Við spyrjum Þórir Jónsson Hraundal lektor að því og hverju það breytir fyrir Tyrki ef Erdogan fellur. Hvernig geta leigjendur bætt kjör sín og stöðu? Við spyrjum Guðmund Hrafn Arngrímsson um það. Hver var Eiríkur Laxdal og hversu merkileg er Ólafs saga Þórhallasonar? Við spyrjum Jón Karl Helgason bókmenntafræðing. Og hvað er í fréttum? Við svörum því við Rauða borðið.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí