Sjómenn, veiðigjöld, stjórn og stjórnarandstaða, hægri og vinstri
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma fyrst þau Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og fyrrum þingkona, Kári Gautason búfjárerfðafræðingur og fyrrum aðstoðarmaður ráðherra og Benedikt Erlingsson leikstjóri en síðan þau Bolli Héðinsson hagfræðingur, Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og Stefán Pálsson sagnfræðingur. Í tilefni sjómannadags rifjum við upp ávörp óþekka sjómannsins sem Þröstur Leó Gunnarsson, leikari og trillukarl, flutti og þeir bræður taka púlsinn á pólitíkinni.