Skammtímaleiga, kvóti, sorp, launavinna og Venesúela á Flateyri
Við ræðum Airbnb og skammtímaleigu til ferðafólks: Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Sigrún Tryggvadóttir formaður Íbúasamtaka miðborgarinnar og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna greina stöðuna og benda á lausnir. Hvað finnst Sigurjóni Þórðarsyni varaþingsmanns um nýja sjávarútvegsstefnu Svandísar Svavarsdóttur? Hvers vegna eru höfuðborgarbúa langt á eftir öðrum í flokkun sorps, langt á eftir fólki í öðrum löndum? Kjartan Valgarðsson segir okkur hvers vegna. Við ræðum við Ævar Kjartansson um sósíalisma ’68-kynslóðarinnar og þá sérstaklega um áþján launavinnunnar og þörf á lýðræðisvæðingu atvinnulífsins. Í lokin kemur Helen Cova og segir okkur frá þremur bókum sem hún tengist á þessu ári,. hvernig það er að yrkja og semja á íslensku fyrir konu á Flateyri sem ættuð er frá Venesúela.