Skattsvik, hugvíkkandi efni, láglaunafólk

S03 E080 — Rauða borðið — 22. sep 2022

Sara María Júlíudóttir hefur stofnað samtök utan um hugvíkkandi efni til notkunar gegn áföllunum og geðröskunum, félag sem blása mun til stórrar ráðstefnu um þetta áhugaverða mál. Hún mætir að Rauða borðinu í kvöld. Þangað koma líka tveir hagfræðingar: Halldór Árnason sem færir rök fyrir að Hagstofan ætti að búa til sérstaka vísitölu fyrir neyslu láglaunafólks og Jóhannes Hraunfjörð Karlsson sem rannsakaði skattasögu Íslands og komst að því að það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda að hafa skatteftirlit veikt, sérstaklega gagnvart stærri fyrirtækjum og fjármagnseigendum. Auk þessa förum við yfir fréttir dagsins á viðburðaríkum degi.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí