Skólinn, pólitík í USA, samfélagið, Samfylkingin og loftslagið
Við höldum áfram að greina skólakerfið. Ragnar Þór Pétursson kennari í Norðlingaskóla kemur og greinir vanda kerfisins, orsök og leiðir út. Við ræðum við Guðmund Hálfdanarson sagnfræðing um stjórnmál í Bandaríkjunum og hvaða áhrif þau hafa á stríð og frið í heiminum. Vigdís Grímsdóttir rithöfundur var að senda frá sér ævintýri um ójöfnuð og segir okkar hvernig samfélagið virkar á hana. Það er komið að Samfylkingunni í viðtölum okkar við þingflokksformenn. Logi Einarsson segir okkur frá því fyrir hvað hún stendur og hvað hún vill. Í lokin kemur Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, og greinir stöðuna á Cop28.