Skólinn, Viðreisn og heiðinn siður

S04 E198 — Rauða borðið — 7. des 2023

Við höldum áfram umfjöllun um skólamál. Fyrst sláum við á þráðinn til Þorláks Axels Jónssonar aðjunkts við kennaradeild Háskólans á Akureyri og ræðum próf sem tæki gegn stéttaskiptingu. Síðan fáum við Jón Torfa Jónasson prófessor til að lýsa skólakerfinu og átökunum um það, en fáir hafa betri innsýn inn í þróun þess á liðnum áratugum. Það er komið að Viðreisn í viðtölum við þingflokksformenn. Hanna Katrín Friðriksson segir okkur frá Viðreisn, fyrir hvað hún stendur og hvað hún vill. Í lokin kemur Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og ræðir um aðventuna og heiðinn sið, andlega stöðu okkar og samfélagsins.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí