Skúringar, íslenskt flóttafólk, dauðinn og Útvarp Rót

S01 E141 — Rauða borðið — 28. sep 2023

Við ræðum við Kristínu Hebu Gísladóttur forstöðukonu Vörðu, rannsóknaseturs verkalýðsins, um stöðu ræstingarfólks. Sláum síðan á þráðinn til efnahagslegra flóttamanna frá Íslandi, fólks sem hefur flutt frá Íslandi til Norðurlandanna í leit að betra lífi: Þóra Dis Guðbjartsdóttir Odsgaard, Fríður Pétursdóttir, Haraldur Anton Árnason, Arnar Guðmundsson, Guðfinna Bjarnadóttir, Páll Birgis Pálsson og Gyða Björk Ágústsdóttir segja okkur frá lífinu á Íslandi og lífinu á hinum Norðurlöndunum. Björn Þorláksson blaðamaður hefur skrifað bók um dauðann og segir okkur frá kynnum sínum og annarra af honum. Í lokin rifja þau Soffía Sigurðardóttir, Jón Helgi Þórarinsson og Ragnar Stefánsson upp ris og fall Útvarps Rótar, alþýðuútvarps sem hér var rekið seint á níunda áratugnum.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí