Sósíalismi, gul verkalýðsfélög, stjórnarmyndun, ung stjórnmál, listamannalaun, veðrið og konur í sögunni
Við ræðum við Sönnu Magdalenu Mörtudóttur leiðtoga Sósíalista um kosningarnar og stöðuna að þeim loknum. Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, segir okkur frá gulum verkalýðsfélögum. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur fjallar um starfsstjórnir og stjórnarmyndun og Jósúa Gabríel Davíðsson formaður Ung vinstri grænna og Lenya Rún Taha Karim formaður Ungra Pírata ræða kosningar og stöðu sinna hreyfinga. Hulda Rós Guðnadóttir, myndlistarkona og Hermann Stefánsson, rithöfundur ræða um úthlutun listamannalauna og Trausti Jónsson veðurfræðingur tala um veðrið. Í lokin segir Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur okkur frá Sigríði Pálsdóttur, nítjándu aldar konu og stöðu kvenna á þeim tíma.