Sósíalistar allra landa – Mímir Kristjánsson

S01 E001 — Sósíalistar allra landa — 12. jan 2022

Hjá Rødt í Noregi

Í kvöld byrjar ný syrpa á Samstöðinni, Sósíalistar allra landa, en í henni verður rætt við fólk um allan heim um hina sósíalísku baráttu, stéttabaráttu og verkalýðsbaráttu, um sósíalismann innan fjármálavædds kapítalisma og ægivalds auðvaldsins og um framtíð sósíalismans á 21. öldinni.

Fyrsti gesturinn er Mímir Kristjánsson, en hann er nýkjörinn þingmaður Rødt í Noregi, var borgarfulltrúi flokksins í Stavangri, fréttastjóri á hinu róttæka blaði Klassekampen, formaður Rød ungdom og Attac í Noregi auk þess að hafa skrifað bækur og verið virkur í samfélagsumræðunni. Faðir Mímis er er Kristján Guðlaugsson sem áður fyrr var hugmyndafræðingur KSML hér heima á áttunda áratugnum.

Viðtalið fer fram á ensku.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí