Spilling, efnahagsstefna, Venesúela og Eimreiðarklíkan

S04 E145 — Rauða borðið — 3. okt 2023

Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi, kemur að Rauða borðinu og segir okkur frá fundi félagsins um samráð skipafélaganna, sem Samstöðin mun senda út. Stefán Ólafsson prófessor og sérfræðingur hjá Eflingu, kemur og reynir að ráða í efnahagsstefnu stjórnvalda. Hverjum þjóna stjórnvöld? Hinum fáu ríku? Eða fjöldanum. Við höldum áfram umfjöllun um flóttafólkið frá Venesúela. Gunnvör Rósa Eyvindardóttir stjórnmálafræðingur segir okkur hvers vegna það er kreppa í Venesúela, kreppan sem fólkið er að flýja. Og í lokin kemur Þorvaldur Logason heimspekingur og félagsfræðingur og segir okkur frá Eimreiðarhópnum sem náði völdum í Sjálfstæðisflokksins og í raun völdum yfir Íslandi, breytti landi eftir kenningum nýfrjálshyggjunnar. Aldrei hefur jafn fámennur hópur haft jafn mikil áhrif. Og vond, myndi einhver vilja bæta við.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí