Spilling, mannvirðing og pólitík

S04 E089 — Rauða borðið — 29. jún 2023

Eftir fréttir dagsins koma Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis og Henry Alexander Henrysson rannsóknasérfræðingur hjá Siðfræðistofnun og ræða mál vikunnar: Íslandsbankasöluna. Hvað segir þetta mál um okkar samfélag? Lærum við aldrei? Er samfélagið gerspillt? Í fyrri viku var hjúkrunarfræðingur sýknaður  héraðsdómi fyrir manndráp á sjúklingi á geðdeild. Við ræðum við Sigríði Gísladóttur, formann Geðhjálpar, um þennan dóm. Merkir hann að líf sjúklinga á geðdeild er svo lítils virði að enginn ber ábyrgð þegar þeir deyja af völdum starfsfólks? Í lok þáttarins kemur Sigurjón Magnús Egilsson blaðamaður og ræður um pólitíkina við bróður sinn, Gunnar Smára.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí