Starfsstjórn, brottnám, börn, róttækni og hamborgarhryggir
Við ræðum starfsstjórnir og stjórnarmyndun við Gísla Tryggvason lögmann og Vilhjálm Egilsson gamalreyndar stjórnmálamann. Viktoría Þórunn, rússnesk kona sem hér hefur dvalið árum saman, var handtekin og flutt nauðug til síns heimalands. Alma Gunnlaugsdóttir segir okkur frá örlögum vinkonu sinnar. Davíð Kristinsson heimspekingur og aðjúnkt á menntavísindasviði HÍ ræði róttækt hægri og róttækt vinstri á okkar tímum og Guðjón Friðriksson segir okkur frá börnum í Reykjavík síðustu eina og hálfa öldina, hvernig staða þeirra og veröld hefur breyst. Í lokin ræða feðginin Rósa Líf Darradóttir og Darri Gunnarsson um dýravelferðarátak fyrir jólin, segja okkur frá hryggum svínahryggum á jólum.