Stefnumót um skaðaminnkun

S01 E013 — Sósíalískir femínistar — 9. okt 2023

Gestir kvöldsins eru Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastýra og talskona Rótarinnar, sem er félag um velferð og lífsgæði kvenna, og Svala Jóhannesdóttir, fjölskyldufræðingur, faghandleiðari og formaður Matthildar, samtaka um skaðaminnkun. Við ræðum stöðum jaðarsettra kvenna og annarra undirskipaðra hópa en lítið sem ekkert regluverk er um þá starfsemi sem fólki er gert að nýta sér ef það stríðir við fíkn. Ekkert verndað neyslurými er heldur til staðar fyrir þau sem eru verst sett en eina neyslurýminu í boði, Ylju, var lokað í mars sl. Þá segja þær okkur frá ráðstefnu um skaðaminnkun sem haldin verður í Reykjavík á næstunni.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí