Strætó, sauðfé, SÁÁ og sósíalismi

S04 E139 — Rauða borðið — 26. sep 2023

Þær María Pétursdóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir heimsækja strætóstoppistöðina í Mjóddinni og flytja okkur mannlífstúdíu þaðan. Við heyrum í Karólínu Elísabetardóttur sauðfjárbónda í Hvammshlíð, sem var hvatakona að leit að erfðaefnum sem geta varið fé fyrir riðu. Hún segir okkur þá sögu en líka frá ullinni og hvernig rétt ræktun og meðferð sauðfjár getur aukið verðmæti hennar. Þá heyrum við í þeim Ingunni Hansdóttur framkvæmdastjóri sálfélagslegra meðferðar og Önnu Hildi Guðmundsdóttur formanni SÁÁ um stöðu áfengismeðferðar, áfengis- og vímuefnaneyslu og versnandi fjárhag samtakanna. Í lokin höldum við áfram að kortleggja sósíalismans í tilefni af erindi Jeremy Corbyn um helgina. Árni Daníel Júlíusson  sagnfræðingur segir sína sósíalísku sögu og greinir stöðu sósíalismans í dag.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí