Svigrúm, stríð, vinnandi fátækt, nemandi og Napóleon

S04 E164 — Rauða borðið — 26. okt 2023

Við fáum þau Stefán Ólafsson sérfræðing Eflingar og Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um svigrúmið svokallaða, verðbólguna, vextina og kaupmáttinn. Síðan koma til að ræða hið hörmulega ástand á Gaza þau Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Þórir Jónsson Hraundal miðaldafræðingur og Viðar Þorsteinsson heimspekingur. Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir okkur frá efnahagslegri stöðu stúdenta og fátækt meðal þeirra, og Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu segir okkur frá vinnandi fátækt, stöðu fólks sem er í fullri vinnu, jafnvel tveimur, en næst ekki að halda sig frá fátækt. Illugi Jökulsson kemur síðan og segir okkur frá Napóleon Bonaparte.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí