Synir Egils: Áramótaþáttur

S01 E017 — Synir Egils — 30. des 2023

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða fréttir liðins árs, ástand mála og horfur á nýju ári við góðan hóp gesta. Fyrst kemur fólk úr verkalýðshreyfingunni: Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Þá þrautreyndir blaðamenn: Lára Zulima Ómarsdóttir, Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar. Og einnig fólk úr baráttusamtökum: Árni Múli Jónasson formaður Transparency International á Íslandi og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna. Síðan munu þeir bræður spá fyrir um komandi ár.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí