Hin Reykjavík – Það er von og úrræði eftir fíknimeðferð
Laufey og Danni tala við Hlyn Kristinn Rúnarsson og Tinnu Guðrúnu Barkardóttur um úrræði fyrir fólk sem er að koma úr fíknimeðferðum og starf samtakanna „Það er von“, sem þau eru í forsvari fyrir.
Það er von hefur verið starfandi á Facebook í rúmt ár, en er nú orðið að formlegum samtökum sem stefna á að opna og reka áfangaheimili og bjóða upp á ýmsa þjónustu fyrir fólk sem glímir við fíkn og er að koma úr og fara inn í fíknimeðferðir. Markmið samtakanna er að styðja fólk til bata og tengja saman mismunandi úrræði ásamt því að styðja við og miðla upplýsingum til aðstandenda og berjast gegn fordómum í garð fólks með fíknivanda.