Þingið, látinn leikstjóri og leigumarkaðurinn

S05 E062 — Rauða borðið — 18. mar 2024

Við byrjum Rauða borðið á nýjum dagskrárlið: Þingið í umsjón Björns Þorláks. Hann fær til sín þrjá þingmenn tiil að ræða stöðuna og vikuna fram undan: Logi Einarsson frá Samfylkingu, Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn og Þórarinn Ingi Pétursson frá Framsókn. Rimas Tuminas leikstjóri hafði mikil áhrif á íslensk leikhús og það fólk sem vann með honum. Leikararnir Guðrún Gísladóttir, Jóhann Sigurðarson og Hilmir Snær Guðnason og túlkurinn hans , Ásdís Þórhallsdóttir leiksviðsstjóri, minnast Rimasar við Rauða borðið en hann lést 6. mars. Í lokin kemur Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna og ræðir vonbrigði sín með kjarapakka stjórnvalda sem hann segir að muni lítið sem ekkert bæta stöðu leigjenda.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí