Þjóðarmorð, innflytjendur, Græn landamæri og sósíalisminn í Svíþjóð

S04 E153 — Rauða borðið — 12. okt 2023

Við stöndum á þröskuldi þjóðarmorðs í Palestínu. Og svo virðist sem stjórnvöld á Vesturlöndum ætli að bæði að hvetja og styðja Ísraelsstjórn til þess. Við ræðum um þessa nöpru stöðu við Hjálmtý Heiðdal formann félagsins Ísland-Palestína og þá Qussay Odeh og Fahad Jabali, sem báðir eru íslenskir Palestínumenn. Darius Dilpsas, rafvirki og innflytjandi frá Litháen, segir okkur frá íslenskum vinnumarkaði í tilefni af nýrri skýrslu ASÍ um stórfelld vinnumarkaðsbrot gagnvart innflytjendum. Kvikmyndin Græn landamæri eftir Agnieszku Holland verður frumsýnd í Bíó Paradís um helgina. Valur Gunnarsson kemur til okkar og segir frá þessari mögnuðu mynd, bestu mynd sem Valur hefur séð um háa herrans tíð. Í lokin kemur Steingrímur Jónsson, bæjarfulltrúi Vinstriflokksins í Lundi, að Rauða borðinu og segir okkur frá stjórnmálum og sósíalisma í Svíþjóð.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí