Úkraína, bíó, biskupskjör og Gaza

S05 E044 — Rauða borðið — 26. feb 2024

Við byrjum á að slá á þráðinn til Erlings Erlingssonar hernaðarsagnfræðings í tilefni af því að tvö ár eru liðin frá innrás rússneska hersins í Úkraínu. Er einhver að vinna þetta stríð? Eða allir að tapa? The Zone of Interest er sterk mynd um hversdagsleika illskunnar. Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur og feðgarnir Árni Óskarsson þýðandi og Bergur Árnason kvikmyndagerðarmaður koma að rauða borðinu og segja okkur frá myndinni og hvers vegna hún hafði svo sterk áhrif á þau. Við höldum kirkjuþing um biskupskjör með þeim Skúli S. Ólafsson presti í Neskirkju og Sigurvin Lárus Jónsson presti í Fríkirkjunni í Reykjavík, spyrjum um stöðuna á kirkjunni og frammistöðu biskupsefna í viðtölum við Rauða borðið. Í lokin kemur Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri og metur stöðuna á Gaza og áhrif ástandsins á Mið-Austurlönd og heimspólitíkina.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí