Umpólun hægrisins, Gaza, einmanaleiki, karlmennska og gleymd bók

S05 E168 — Rauða borðið — 29. ágú 2024

Eiríkur Bergmann prófessor ræðir um þau sögulegu tíðindi sem urðu í vikunni, þegar Miðflokkurinn mældist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í könnun Maskínu. Magga Stína segir fréttir frá Gaza og séra Bjarni Karlsson, prestur og guðfræðingur hjá sálgæslu- og sálfræðistofunni Haf, ræðir um einmanaleika. Rúnar Helgi Vignisson prófessor í ritlist skrifar um vanda karla á tímum upprisu kvenna í bókinni Þú ringlaði karlmaður. Hann ræðir efni hennar við Björn Þorláksson. Lena Rohrbach prófessor í norrænum fræðum í Basel og Zurich, Aðalheiður Guðmundsdóttir prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda og Jón Karl Helgason prófessor í íslensku og menningardeild Háskólans ræða um Eirík Laxdal og velta fyrir sér hvort þær séu fyrstu íslensku skáldsögurnar.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí