Ungliðaspjallið #8 – Steinþór Logi Arnarsson
Steinþór Logi Arnarsson er formaður Samtaka Ungra Bænda og í Ungliðaspjallinu í kvöld ætlum við að ræða við hann um stöðu íslenskra bænda, nýliðun í greininni og nýlega yfirstaðinn baráttufund Samtaka Ungra Bænda. Yfirskrift fundarins var „Laun fyrir lífi“. Þar var talað um alvarlega stöðu ungra íslenskra bænda og veruleikann sem blasir við ef ekkert breytist.
Við munum ræða við Steinþór um stöðuna, hvað veldur erfiðleikum í greininni, slæma stöðu nýliðunnar og hvað er til ráðs. Þátturinn er í umsjón Árna Péturs Árnasonar, Elísabetar Guðrúnar og Jónsdóttur.
01:28 Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda