Ungt fólk, Gaza, vanlíðan, vindmyllur og fyndni

S05 E156 — Rauða borðið — 15. ágú 2024

Í Rauða borði kvöldsins ræðir Björn Þorláksson við Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur varaþingmann og Harvard-nema í hagfræði sem útilokar ekki að íslensk efnahagsstjórn kunni að vera sú versta í heimi. Magga Stína segir okkur fréttir frá Gaza og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar mætir til skrafs við Björn og Steinunni Ólínu um geðheilbrigði ungmenna sem er framhald af umræðu Samstöðvarinnar sem hófst í vikunni um stöðu og líðan ungs fólks í landinu. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri kemur síðan til okkar og ræðir kosti og galla vindorkugarða á Íslandi.  Hún er sammála Landvernd um að klára þurfi stefnumótun og að tímaröð framkvæmda þeirra sem fyrirhugaðar eru kunni að vera röng. Að lokum ræðir Gunnar Smári við sagnfræðinginn og rithöfundinn Þórunni Valdimarsdóttur en á dögunum komu út eftir hana ljóðabók og önnur merk bók um það kostulega en rannsóknarverða fyrirbæri, íslenska fyndni.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí