Rauða borðið: Ungt fólk & pólitík

S02 E020 — Rauða borðið — 8. feb 2021

Við Rauða borðinu í kvöld höldum við áfram að ræða um ungt fólk og pólitík; þátttöku þess og þátttökuleysi, hvort áherslur þeirra nái fram innan stjórnmálakerfisins og hvort á það sé hlustað. Er versnandi efnahagsleg staða ungs fólks afleiðing þess að stjórnmálin snúa frá þeim? Mun þessi staða ýta undir þátttöku ungs fólks á vettvangi stjórnmála; í flokkapólitík hagsmunabaráttu, stjórnmálum götunnar. Til að ræða þetta mæta að Rauða borðinu Dagur Bollason umhverfis- og verkefnisstjóri, Isabel Alejandra Díaz, formaður Stúdentaráðs, Loubna Anbari námskona og Kári Gautason framkvæmdastjóri þingflokks VG.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí