Upplausn í kjaraviðræðum, flóttabörn og Grindavík

S05 E014 — Rauða borðið — 18. jan 2024

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir okkur frá snúinni stöðu í kjaraviðræðum. Hanna Símonardóttir fósturmóðir palestínska drengsins Yazan segir okkar frá stöðu drengsins og frænda hans, hryllingnum á Gaza en einnig frá sér og reynslu sinni sem fósturmóðir margra barna. Fjórir þingmenn Suðurlandskjördæmis koma að Rauða borðinu og ræða Grindavík: Oddný Harðardóttir frá Samfylkingu, Jóhann Friðrik Friðriksson frá Framsókn, Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn og Birgir Þórarinsson frá Sjálfstæðisflokknum. Í lokin fer Páll Baldvin Baldvinsson leikstjóri, fyrrum leiklistargagnrýnandi og dagskrárstjóri, yfir íbúafund Grindvíkinga í Laugardalshöll sem var sögulegur og dramatískur.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí