Utanríkismálanefnd, spillt samfélag, grimmd og heimska

S04 E174 — Rauða borðið — 8. nóv 2023

Við fáum kjarna úr utanríkismálanefnd að Rauða borðinu til að ræða stöðuna í Gaza og Úkraínu og stöðu Íslands í háskalegum heimi. Hvernig sér fólkið í nefndinni stöðu heimsmála: Diljá Mist Einarsdóttir frá Sjálfstæðisflokki, Logi Einarsson frá Samfylkingu og Bjarni Jónsson frá Vg. Við höldum áfram að kortleggja Kolkrabbann, Bláu höndina, Skuggabaldur og Eimreiðina. Nú er komið að Sigmundi Erni Rúnarssyni blaðamanni að segja frá sinni reynslu. Í lokin ræðum við lífsgátuna sjálfa við Bjarna Karlsson guðfræðing, hvers vegna við erum svona grimm og heimsk. Hann hefur skrifað bók, Bati frá tilgangsleysi, þar sem hann greinir hjörtu okkar, félagslega umhverfi og samfélagi og bíður upp á lausn.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí