Venesúela, Dögun, gervigreind og sósíalismi

S04 E144 — Rauða borðið — 2. okt 2023

Við ræðum risastóra mannúðarkrísu við prest Fíladelfíu, Helga Guðnason. Hvað gerist þegar ríkisvaldið ætlar að senda fleiri en fimmtán hundruð flóttamenn frá Venesúela til síns heima? Fólk sem hélt að það væri sérstaklega boðið hingað af íslenskum stjórnvöldum. Við rifjum upp stjórnmálaaflið Dögun með Dögunarfólkinu Helgu Þórðardóttur, Benedikt Sigurðarsyni, Gísla Tryggvasyni og Andreu Ólafsdóttur. Fyrir hvað stóð Dögun? Hafði hún áhrif og þá hver? Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambands Íslands segir okkur frá ógn sem stafar að höfundum frá gervigreind og Sigurður Pétursson sagnfræðingur ræðir við okkur um sósíalisma, út frá erindi Jeremy Corbyn.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí