Verðbólga, námslán, gervigreind, Kína og Rússland

S04 E039 — Rauða borðið — 20. mar 2023

Það eru víða vá í efnahags- og fjármálalífi. Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði kemur að Rauða borðinu og ræðir verðbólgu og fall banka. Alexandra Ýr van Erven forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kemur til okkar og lýsir hrörnun námslánakerfisins. Fjöldi lántakenda hefir helmingast á aðeins tíu árum. Gervigreind sem talar íslensku var frétt síðustu viku. Þórarinn Stefánsson sem þekkir vel til tækniheimsins á vesturströnd Bandaríkjanna segir okkur frá hvaða fyrirbrigði OpenAI er og hvað talandi gervigreind getur. Og hvað ekki. Þeir Pútin og Xi Jinping snæddu kvöldverð saman í kvöld og munu funda á morgun. Við fáum Val Gunnarsson Rússlandssérfræðing og Geir Sigurðsson Kínasérfræðing til að ræða þennan fund og mikilvægi hans. Og svo segjum við fréttir dagsins.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí