Rauða borðið: Verkalýðsbarátta & vinstri stjórnir

S02 E028 — Rauða borðið — 12. okt 2021

Þorleifur Friðriksson ræðir um hlutverk verkalýðshreyfingarinnar við mótun samfélagsins og Árni Daníel Júlíusson um árangurinn af stjórnarsetu vinstriflokka frá 1927 til 1983, en sagnfræðingarnir tveir verða með námskeið um þessi efni á vegum SMK, Sósíalísku menntakommúnunnar á næstu viku. SMK er merki um eflt starf Sósíalistaflokksins, en félagar hafa óskað eftir menntun og fræðslu um stéttabaráttu, sósíalisma og samfélagsmál. Í lok þáttar segir Einar Þór Gunnlaugsson frá mynd sinni um verkföllin miklu 1955, Korter yfir sjö.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí