Verkbann, flóttafólk, borgin & kvótinn
Við ræðum lögfræðina í verkalýðsbaráttunni við Magnús M Norðdahl lögfræðing Alþýðusambandsins, verkbönn, verkföll, miðlunartillögur og aðrar lögfræðilegar þrætur. Nú er ár frá innrásinni í Úkraínu. Af því tilefni kemur Natasha Stolyarova skáld til okkar og ræðir um flóttafólk undan stríðinu. Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon koma að rauða borðinu og segja fréttir af borgarmálum og við efnum til hringborðsumræðna um auðlindina okkar með þeim Arthúri Bogasyni, Jóni Kristjánssyni, Arnari Atlasyni og Sigurjóni Þórðarsyni. Og svo förum við yfri fréttir dagsins.