Verkbann, stéttabarátta, Tyrkland og leigjendur
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar kemur til okkar við Rauða borðið og segir fréttir. Síðan koma þeir Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis, Sigurður Pétursson sagnfræðingur og Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ og ræða stöðuna í stéttabaráttunni eftir boðað verkbann Samtaka atvinnulífsins. Eru þetta straumhvörf? Erum við á svokölluðum fordæmalausum tímum. Íris Björg Kristjánsdóttir bjó í n okkur ár í Tyrklandi, á því landsvæði þar sem tugir þúsund hafa farist í jarðskjálftum. Hún segir okkur frá fólkinu sem þarna býr og þeim hörmungum sem það gengur í gegnum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda kemur við og segir okkur frá baráttu leigjenda hér heima og erlendis. Og við förum yfir fréttir dagsins.