Verkföll, bráðadeild, leigjendur og sveppir
Efling hefur boðað verkföll hjá Íslandshótelum á höfuðborgarsvæðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar kemur að Rauða borðinu og lýsir stöðunni í kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins. Hvað er framundan? Eggert Eyjólfsson læknir sagði upp á bráðadeild Landspítalans og segir okkur frá ástæðum þess. Guðmundur Hrafn Arngrímsson segir okkur frá leiguverkföllum út í heimi og stöðu leigjenda hér heima. Og Guðmundur Ragnar Guðmundsson hefur notað hugvíkkandi efni árum saman og segir okkur frá reynslu sinni. Og við ræðum fréttir dagsins.