Verkó, Viðreisn og félagslegur Darwinismi

S04 E109 — Rauða borðið — 22. ágú 2023

Vilhjálmur Birgisson ætlar að bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Starfsgreinasambandinu. Hann kemur að Rauða borðinu og ræðir komandi samninga, liðna samninga, svikin loforð, hvali, vaxtaokur og margt fleira. Við höldum áfram að ræða pólitík við forystufólk flokkanna. Í kvöld er röðin komin að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar. Hvað vill sá flokkur? Í lokin kemur Ástþór Óðinn Ólafsson grunnskólakennari á Ásbrú og segir okkur frá félagslegum Darwinisma sem hefur eitrað samfélagið og heldur niðri þeim sem helst þurfa að rísa upp.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí