Vinnudeilur, umönnun aldraðra og borgarmálin

S04 E013 — Rauða borðið — 7. feb 2023

Við fáum Ögmund Jónasson að Rauða borðinu að ræða héraðsdóm um miðlunartillögu ríkissáttasemjara og afleiðingar hans. Það er ef hann fær að standa. Sólveig Anna Jónsdóttir kemur við með tölur úr atkvæðagreiðslum um frekari verkföll. Þá höldum við áfram að skoða málefni aldraðra og ræðum við Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur hjúkrunarfræðing um þjónustu við aldraða. Og þau Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon líta við með fréttir af borgarstjórnarfundi. Og við segjum fréttir dagsins.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí