Vinnuskúrinn 12. febrúar
Fyrst kemur í Vinnuskúrinn Fjölnir Sæmundsson, sem kjörinn var formaður Landssambands lögreglumanna á síðasta ári, felldi sitjandi formann í kosningum. Fjölnir segir frá sjálfri sér, kjarabaráttu lögreglumanna, sérstöðu hennar og stöðu opinberra starfsmanna. Og við ræðum lýðræðið innan verkalýðshreyfingarinnar, kosningar um og forystuskipti.
Þegar klukkan verður korter í ellefu bætast í hópinn til að ræða fréttir vikunnar frá sjónarhóli hins vinnandi manns þeir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélagsins á Akranesi, Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.