Vinnuskúrinn 12. mars

S01 E009 — Vinnuskúrinn — 12. mar 2022

Fyrst kemur í Vinnuskúrinn klukkan tíu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og ræðir harða gagnrýni sína á stjórn Alþýðusambandsins og forystu margra verkalýðsfélaga sem hann lagði fram í grein í vikunni. Um hvað eru átökin í verkalýðshreyfingunni og hvernig munu þau enda; með klofningi, sigri eins arms yfir hinum eða sáttum?

Þegar klukkan verður korter í ellefu bætast í hópinn til að ræða fréttir vikunnar frá sjónarhóli vinnandi fólks, öryrkja og eldri borgara þau Kristján Þórður Snæbjarnarson, fyrsti varaforseti Alþýðusambandsins og formaður Rafiðnaðarsambandsins, Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara og María Pétursdóttir formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um húsnæðismál.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí