Vinnuskúrinn 14. maí
Til að ræða fréttirnar í kosningaviku koma í Vinnuskúrinn þau Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna, Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands, Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Hallfríður Þórarinsdóttir sem verið hefur fundarstjóri á mótmælunum á Austurvelli að undanförnu, en segja má að Austurvöllur sé eitt af almannasamtökum landsins. Við ræðum kosningar og pólitík, dýrtíð og vaxtahækkanir, húsnæðiskreppu og heilbrigðiskerfið en líka Júróvison og kappræður.