Vinnuskúrinn 22. janúar

S01 E002 — Vinnuskúrinn — janúar 22, 2022

Fyrst ræðir Gunnar Smári við Ögmund Jónasson sem hefur sent frá sér bókina Rauði þráðurinn, þar sem hann fjallar meðal annars um verkalýðsmál, en Ögmundur var formaður BSRB í 21 ár. Hver er munurinn á verkalýðsbaráttunni nú og þá? Er verkalýðshreyfingin áhrifameiri í dag en áður var?

Þegar klukkan verður korter í ellefu bætast í hópinn til að ræða fréttir vikunnar frá sjónarhóli hins vinnandi manns þær Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins, Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Þuríður Harða Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí