Vinnuskúrinn 26. febrúar

S01 E007 — Vinnuskúrinn — 26. feb 2022

Fyrst kemur í Vinnuskúrinn Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og ræðir sína sýn á verkefni verkalýðshreyfingarinnar. Hver eru sérstök baráttumál opinberra starfsmanna og um hvað getur breið verkalýðshreyfing sameinast um? ER BSRB með stefnu varðandi opinberan rekstur, einkavæðingu, vald starfsfólks um þróun þeirra stofnana og kerfa sem það vinnur innan?

Þegar klukkan verður korter í ellefu bætast í hópinn til að ræða fréttir vikunnar frá sjónarhóli hins vinnandi manns þær Sandra B. Franks Sjúkraliðafélag Íslands, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Félag grunnskólakennara og Steinunn Bergmann Félagsráðgjafafélag Íslands. Og þær munu auk þess ræða stéttabaráttu kvennastétta.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí