Vinnuskúrinn 29. janúar

S01 E003 — Vinnuskúrinn — 29. jan 2022

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræðir við Gunnar Smára um baráttu sína og um Neytendasamtökin og baráttu þeirra. Eru Neytendasamtökin hluti af réttindabaráttu almennings svipað og verkalýðshreyfingin eða er baráttan eðlisólík? Eru neytendasamtök borgaraleg á meðan verkalýðsfélög eru hluti hinnar sósíalísku arfleifðar? Eru Neytendasamtök á Íslandi ekki nógu sterk? Og ef svo er ekki, hvers vegna?

Þegar klukkan verður korter í ellefu bætast í hópinn til að ræða fréttir vikunnar frá sjónarhóli hins vinnandi manns þau Magnús Þór Jónsson nýkjörinn formaður Kennarasambandsins, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí