Vinnuskúrinn 5. febrúar

S01 E004 — Vinnuskúrinn — 5. feb 2022

Fyrst kemur í Vinnuskúrinn Hjördís Þ. Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags á Austurlandi, og segir frá sjálfri sér, AFLi og verkalýðsbaráttunni á Austurlandi, sameiningu stéttarfélaga og möguleikum verkalýðsins í komandi samningum.

Svo bætast í hópinn til að ræða fréttir vikunnar frá sjónarhóli hins vinnandi manns þau Finnbogi Sveinbjörnsson formaður VerkVest, Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýn á Húsavík og Halldóra S. Sveinsdóttir formaður Bárunnar á Selfossi. Allir eru gestirnir formenn verkalýðsfélaga á landsbyggðinni, svo það verður sérstaklega rætt; kaup og lífskjör verkalýðsins um landið.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí