Vinnuskúrinn 5. mars

S01 E008 — Vinnuskúrinn — 5. mar 2022

Fyrst kemur í Vinnuskúrinn klukkan tíu Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðja á Akureyri og Starfsgreinasambandsins. Björn er þessi misserin að ljúka löngum ferli innan verkalýðshreyfingarinnar, hættir sem formaður Starfsgreinasambandsins eftir nokkrar vikur og hefur gefið út að hann mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Einingar-Iðja. Við notum þessi tímamót til að ferðast yfir langan tíma með Birni, horfum yfir sögu og þróun verkalýðshreyfingarinnar, Akureyri, samfélags og stjórnmála.


Þegar klukkan verður korter í ellefu bætast í hópinn til að ræða fréttir vikunnar frá sjónarhóli hins vinnandi manns þau Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins, Friðrik Jónsson formaður BHM og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður stjórnar Leigjendasamtakanna.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí