Vinnuskúrinn 15. janúar
Fyrst ræðir Gunnar Smári við Þórarinn Eyfjörð, formann Sameykis, um hann sjálfan og félagið sem hann stýrir, hagsmuni hópsins, baráttuaðferðir og taktík. Hvað vilja opinberir starfsmenn fá út úr komandi kjarasamningum? Eiga opinberir starfsmenn að hafa mótandi áhrif á þróun þjónustu og rekstrar ríkisvaldsins?
Á eftir koma þau til að ræða fréttir vikunnar frá sjónarhóli hins vinnandi manns þau Hjördís Þ. Sigurþórsdóttir formaður AFLs á Austurlandi, Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.