Vinstrið, velsæld, Trump, svefnlyf og gremjulegur karl

S07 E014 — Rauða borðið — 21. jan 2026

Vg og Vor til vinstri, hópur í kringum Sönnu Magdalenu Mörtudóttir, ætla að bjóða saman lista í borgarstjórnarkosningunum í vor. Sanna kemur að Rauða borðinu ásamt Rakel HildardótturRósu Björk Brynjólfsdóttur og Steinari Harðarsyni og ræðir við Gunnar Smára um borgarpólitíkina. Þau Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur og Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur töluðu við Sigurjón Magnús um alþjóðasamtökin Wellbeing Economy Alliance. Trump skaffar okkur alltaf umræðuefni og við höfum Trumptíma á miðvikudögum. Að þessu sinni koma Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi, Brynja Elísabeth Halldórsdóttir dósent og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir stjórnmálafræðingur og ræða við Gunnar Smára um Trump og áhrif hans á heiminn, samfélagið og huga okkar.  Drífa Sigfúsdóttir og Anna Almarsdóttir lyfjafræðingur og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla ræða við Sigurjón Magnús um svefnlyf sem hafa mikil áhrif færni fólks, sljóvga hugann og geta beinlínis verið varasöm. Þór Tulinius leikari skrifaði leikritið Bústaðurinn sem sett er upp í Tjarnarbíói. Hann ræðir við Gunnar Smára um verkið ásamt Þórunni Lárusdóttur leikkonu og Ásgeiri Ásgeirssyni tónskáldi.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí