Vopnahlé, einkavæðing, félagsleg öfl og ólög

S05 E065 — Rauða borðið — 21. mar 2024

Helen Ólafsdóttir öryggisráðgjafi fer yfir stöðuna eftir samþykkt vopnahlés á Gaza, en einnig framgöngu íslenskra stjórnvalda síðustu mánuði. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur ræðir við okkur um nýfrjálshyggju í tilefni af helgiriti Frjálsrar verslunar um einkavæðingu, sem tímaritið segir að sé mestu framfaraskref Íslandssögunnar.  Benedikt Sigurðarson, fyrrverandi skólastjóri, kemur aftur til að ræða samspil stjórnmála og alþýðuhreyfinga, en ekki síður hvernig félagsleg markmið hafa vikið fyrir markaðslegum á svo til öllum sviðum mannlífsins. Í lokin kemur Haukur Arnþórsson og segir okkur frá bók sinni Mín eigin lög sem dregur fram veikleika Alþingis, sem er kannski ekki sú lýðræðislega stofnun sem hún ætti að vera.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí