Rauða borðið - Helgi-spjall
Hér gefum við okkur góðan tíma til að kynnast fólki og málefnum.
Þættir
Helgi-spjall: Ragnheiður Jónaarrow_forward
Ragnheiður Jóna Þorgrímsdóttir bóndi í Hvalfirði hefur um árabil barist fyrir réttlæti eftir að mengunarslys stóriðju bitnaði harkalega á hestunum hennar. Hún hefur skrifað bók um baráttuna og kemur þar fram hörð gagnrýni á stofnanir svo sem UST og MAST. Ragnheiður Jóna ræðir lífshlaup sitt og baráttuna í helgi-spjalli við Björn Þorláks.
Helgi-spjall: Ása Helgaarrow_forward
Ása Helga Proppé Ragnarsdóttir er gestur Sigurjóns Magnúsar í Helgispjalli Samstöðvarinnar að þessu sinni. Ása er menntaður leikari og kennari. Hún er enn starfandi við Háskóla Íslands. Ása var í hópnum sem stofnaði leiklistarskólann SÁL. Í þrjú ár stjórnaði Ása Stundinni okkar í Ríkissjónvarpinu. Síðan beindist áhugi hennar að kennslu sem hún menntaði sig til. Afkomendur hennar eru listrænir. Ýmist í leiklist og hljóðfæraleik. Ása er glaðlynd og skemmtileg kona.
Helgi-spjall: Andrea Jónsdóttirarrow_forward
Andrea Jónsdóttir er flestum kunn. Hún ræðir við Maríu Lilju um tónlistina, uppvöxtinn, leiðina til manns og hvernig við ættum öll að reyna að skilja hvort annað betur.
Helgi-spjall: Arndís Annaarrow_forward
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir sinnir lögmennsku eftir feril sem þingmaður. Áður vann hún lengi fyrir Rauða krossinn. Hún ræðir í helgi-spjalli við Björn Þorláks líf sitt og brennandi áhuga á málum sem hún lætur sig varða.
Helgi-spjall: Guðrún Jóhannaarrow_forward
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir er skólastjóri söngskólans. Hún er líka mezzosopran og hefur sungið víða um heim. Eiginmaður hennar er af erlendu bergi brotinn og covid reyndist örlagavaldur í þeirra lífi. Björn Þorláks ræði við Guðrúnu Jóhönnu í helgi-spjalli vikunnar.
Helgi-spjall: Björk Vilhelmsarrow_forward
Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi og baráttukona mætir í morgunkaffi við Rauða borðið og er það María Lilja sem tekur á móti henni. Þær ræða um tilveruna þá og nú, fjölskylduna, stóra og litla sigra og sitthvað annað um lífsins ólgusjó.
Helgi-spjall: Ársæll Arnarsonarrow_forward
Ársæll Arnarson prófessor ræðir listina að vera leiðinlegt foreldri. Hann segir frá sjálfum sér og leitast við að kryfja samfélagið í helgi-spjalli með Birni Þorláks. Hagur barna er Ársæli hugstæður og ber margt á góma.
Helgi-spjall: Bergsveinn Birgissonarrow_forward
Bergsveinn Birgisson fræðamaður, rithöfundur og Strandamaður segir frá fortíð sinni og sýn sinni á framtíðina, vegleysum nútímans og trú sinni á húmanismann sem gæti verið að gleymast.
Helgi-spjall: Diddi Frissaarrow_forward
Sigurður Friðriksson, oftast kallaður Diddi Frissa, er goðsögn í lifanda lífi. Hann fór ungur til sjós, varð farsæll skipstjóri, hætti að drekka og skipti yfir í ferðaþjónustu þar sem hann hefur stigið ný skref sunnan heiða sem norðan milli þess sem hann syndir í vötnum og í sjónum. Björn Þorláks ræðir við Didda í helgispjalli Samstöðvarinnar.
Helgi-spjall: Einar Kárasonarrow_forward
Einar Kárason rithöfundur kemur í helgi-spjall og segir frá fjölskyldu sinni, uppruna, æsku, kynslóð og ritstörfum, en líka frá bílum, skrítnu fólki, fótbolta og ýmsu öðru.