Rauða borðið - Helgi-spjall

Þættir

Helgi-spjall: Páll Óskar

Helgi-spjall: Páll Óskararrow_forward

S06 E111 — 10. júl 2025

Páll Óskar Hjálmtýsson segir okkur frá No Borders-tónleikunum sem hann ætlar að syngja á, frá leið sinni út úr skápnum, frá baráttusögu sinni, listinni og ástinni sem hefur heltekið hann.

Helgi-spjall: Daníel Magnússon

Helgi-spjall: Daníel Magnússonarrow_forward

S06 E101 — 21. jún 2025

Daníel Magnússon myndlistarmaður, vélstjóri og stólasmiður ræðir um listina, dugnaðinn og drykkjuna, foreldra sína og annað venjulegt fólk sem hefur mótað hann.

Helgi-spjall: Gnarr

Helgi-spjall: Gnarrarrow_forward

S06 E096 — 14. jún 2025

Jón Gnarr segir okkur frá föður sínum og móður, frá föðurnum á himnum, húmor og pólitík, hugrekki sínu og hugsunarleysi, tímanum þegar hann tapaði sér og gildi þess að tala ekki of mikið um hlutina.

Helgi-spjall: Drífa

Helgi-spjall: Drífaarrow_forward

S06 E091 — 7. jún 2025

Drífa Snædal, talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, VG og Kvennaathvarfsins segir okkur frá baráttunni, hinu persónulega í pólitíkinni og pólitíkinni í hinu persónulega, frá æsku og uppruna og hversu lengi hún var að finna sig og hvað hún vildi taka sér fyrir hendur. Og um sósíalismann sem hún drakk í sig með móðurmjólkinni.

Helgi-spjall: Jósep Blöndal

Helgi-spjall: Jósep Blöndalarrow_forward

S06 E085 — 31. maí 2025

Jósep Blöndal, læknir segir frá lífi sínu og ákvörðunum teknum af rælni og ræðir um líf sitt, ástir og æsku, tónlistina, fíknina og fjölskyldulífið en líka um læknisfræðina, hlustunina, heilahvelin, næringafræðina, heilbrigðiskerfið, einkavæðinguna og uppbygginguna á einstakri verkja-meðferð í Hólminum, hvernig tókst að byggja hana upp með teymisvinnu og nýstárlegri nálgun og verja hana fyrir arðsemishugmyndafræðinni.

Helgi-spjall: Ásdís Thoroddsen  

Helgi-spjall: Ásdís Thoroddsen  arrow_forward

S06 E080 — 24. maí 2025

Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður segir Oddnýju Eir frá lífi sínu og list

Helgi-spjall: Andri Snær

Helgi-spjall: Andri Snærarrow_forward

S06 E074 — 17. maí 2025

Andri Snær Magnason rithöfundur segir frá nýjustu ævintýrum sínum í Himalajafjöllum og Feneyjum og fer yfir feril sinn sem rithöfundur og aðgerðarsinni.

Helgi-spjall: sr. Pétur Þorsteinsson

Helgi-spjall: sr. Pétur Þorsteinssonarrow_forward

S06 E068 — 10. maí 2025

Í Helgispjalli Ruða borðsins er Pétur Þorsteinsson prestur óháða safnaðarins, sem stendur á tímamótum. Á sunnudag messar hann yfir sóknarbörnum sínum í síðasta skipti, hann kallar það lífslokamessu. Pétur hefur lengi verið þekktur fyrir petrískuna en með gamansömum hætti hefur hann fundið upp nýyrði og gefið út, orð sem gjarnan snúa upp á tunguna. En hver er manneskjan á bak við tunguna og húmorinn? Björn Þorláks reynir að komast undir yfirborðið.

Helgi-spjall: GVA

Helgi-spjall: GVAarrow_forward

S06 E062 — 3. maí 2025

Gunnar V. Andrésson ræðir um æsku sína og uppruna og samfélagið sem hann skráði sem ljósmyndari í rúma hálfa öld, en stór sýning með myndum hans sem blaðaljósmyndari verður opnuð í Ljósmyndasafninu í dag.

Helgi-spjall: Heiða Björg

Helgi-spjall: Heiða Björgarrow_forward

S06 E057 — 26. apr 2025

Heiða Björg Hilmisdóttir, Borgarstjóri mætir á persónulegu nótunum í Helgi-spjall hjá Maríu Lilju. Skemmtilegt samtal um sveitastúlku sem verður að Borgarstjóra, áskoranir móður langveiks barns, næringarfræði, grænt gímald, flóttafólk og hlutverk borgarinnar í friðarumleitunum í veröldinni.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí