Rauða borðið - Helgi-spjall

Þættir

Helgi-spjall: Björk Vilhelms

Helgi-spjall: Björk Vilhelmsarrow_forward

S06 E201 — 8. nóv 2025

Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi og baráttukona mætir í morgunkaffi við Rauða borðið og er það María Lilja sem tekur á móti henni. Þær ræða um tilveruna þá og nú, fjölskylduna, stóra og litla sigra og sitthvað annað um lífsins ólgusjó.

Helgi-spjall: Ársæll Arnarson

Helgi-spjall: Ársæll Arnarsonarrow_forward

S06 E195 — 1. nóv 2025

Ársæll Arnarson prófessor ræðir listina að vera leiðinlegt foreldri. Hann segir frá sjálfum sér og leitast við að kryfja samfélagið í helgi-spjalli með Birni Þorláks. Hagur barna er Ársæli hugstæður og ber margt á góma.

Helgi-spjall: Bergsveinn Birgisson

Helgi-spjall: Bergsveinn Birgissonarrow_forward

S06 E189 — 25. okt 2025

Bergsveinn Birgisson fræðamaður, rithöfundur og Strandamaður segir frá fortíð sinni og sýn sinni á framtíðina, vegleysum nútímans og trú sinni á húmanismann sem gæti verið að gleymast.

Helgi-spjall: Diddi Frissa

Helgi-spjall: Diddi Frissaarrow_forward

S06 E183 — 18. okt 2025

Sigurður Friðriksson, oftast kallaður Diddi Frissa, er goðsögn í lifanda lífi. Hann fór ungur til sjós, varð farsæll skipstjóri, hætti að drekka og skipti yfir í ferðaþjónustu þar sem hann hefur stigið ný skref sunnan heiða sem norðan milli þess sem hann syndir í vötnum og í sjónum. Björn Þorláks ræðir við Didda í helgispjalli Samstöðvarinnar.

Helgi-spjall: Einar Kárason

Helgi-spjall: Einar Kárasonarrow_forward

S06 E177 — 11. okt 2025

Einar Kárason rithöfundur kemur í helgi-spjall og segir frá fjölskyldu sinni, uppruna, æsku, kynslóð og ritstörfum, en líka frá bílum, skrítnu fólki, fótbolta og ýmsu öðru.

Helgi-spjall: Kristín Gunnlaugs

Helgi-spjall: Kristín Gunnlaugsarrow_forward

S06 E171 — 4. okt 2025

Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður segir frá leit sinni frá Maríu mey að kvenmannssköpum og tröllskessum, frá óttanum í foreldrahúsum sem hefur fylgt henni, frá ást og skilnaði, trúarþörf og hættunni af að staðna.

Helgi-spjall: Rúnar Guðbrands

Helgi-spjall: Rúnar Guðbrandsarrow_forward

S06 E165 — 27. sep 2025

Rúnar Guðbrandsson leikari, leikstjóri og sviðslistamaður ræðir spennandi leikhús og minna spennandi, pólitíska list, trúnna á að við getum breytt heiminum, öryggi æskunnar og óróa unglingsáranna, föðurmissi og annað sem hefur mótað hann sem manneskju og listamann.

Helgi-spjall: Anna Rún

Helgi-spjall: Anna Rúnarrow_forward

S06 E159 — 20. sep 2025

Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarkona segir okkur frá hugmyndum sínum og lífi, leit sinni að röddinni og haldi í lífinu, kyrrðinni hjá ömmu, rótinu við skilnað og átökunum í listinni.

Helgi-spjall: Helen Ólafsdóttir

Helgi-spjall: Helen Ólafsdóttirarrow_forward

S06 E153 — 13. sep 2025

Helen María Ólafsdóttir öryggissérfræðingur segir okkur frá vondum stöðum sem hún hefur ratað á, góðu fólki og sterkri fjölskyldu, stríðsátökum, hvernig mannskepnan bregst við gagnvart hryllingi, ástinni og voninni um að heimurinn skáni.

Helgi-spjall: Lára Pálsdóttir

Helgi-spjall: Lára Pálsdóttirarrow_forward

S06 E147 — 6. sep 2025

Lára Pálsdóttir félagsráðgjafi segir frá fólkinu sínu, Jesús ömmu sinnar og sósíalisma afa, frá þolinmæði mömmu sinnar og alkóhólisma föðurs, frá uppreisnum sínum sem unglingur, ást á bókum, æskulýðsskóla í Sovét, sárum missi og að fá að fæðast á ný.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí