Rauða borðið - Vikuskammtur

Þættir

Vikuskammtur: Vika 26arrow_forward
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Elísabet Ronaldsdóttir klippari, Haukur Már Helgason rithöfundur, Hrönn Sveinsdóttir bíóstjóri og Magnús Scheving framleiðandi og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af stríð og vopnahléi, málþófi og svörtum skýrslum, valkyrjum og sjarmerandi mönnum.

Vikuskammtur: Vika 25arrow_forward
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Valgerður Þ. Pálmadóttir rannsóknarsérfræðingur í hugmyndasögu, Hafdís Helga Helgadóttir útvarpskona, Vigdís Halla Birgisdóttir leikkona og Andrés Skúlason verkefnastjóri hjá Landvernd og ræða fréttir vikunnar sem einkennast af loftárásum, málþófi, sumri og nýjum tækifærum.

Vikuskammtur: Vika 24arrow_forward
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Jovana Pavlović mannfræðingur, Birgitta Jónsdóttir skáld, Steinunn Rögnvaldsdóttir kynjafræðingur og Jón Gísli Harðarson rafvirkjameistari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af eldhúsdegi, málþófi og nefhjóli við Austurvöll, mótmælum og þjóðvarðliði í Kaliforníu og fjölbreytilegum deilum, álitamálum og tíðindum.

Vikuskammtur: Vika 23arrow_forward
Það verður líf og fjör í Vikuskammtinum að þessu sinni þegar þau Helga Þórey Jónsdóttir, menningarfræðingur og kennari, Steinunn Gunnlaugsdóttir, myndlistamaður og Atli Bollason, listamaður mætast við Rauða borðið hjá Maríu Lilju. Að þessu sinni verður farið ítarlega í menningarviðburði, störf þingsins, fordóma í samfélaginu, Gaza, Oscar og ríkisborgararéttinn, sumarveðrið, laun ráðafólks, evrópusambandið og margt fleira.

Vikuskammtur: Vika 22arrow_forward
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Jóna Benediktsdóttir kennari og formaður stjórnarskrárfélagsins, Kjartan Sveinsson formaður Félags strandveiðimanna, Lóa Hjálmtýsdóttir teiknari og Þrándur Þórarinsson listmálari og ræða fréttir vikunnar og ástandið á samfélaginu okkar í upphafi sumar.

Vikuskammtur: Vika 21arrow_forward
Í Vikuskammtinum að þessu sinni koma að Rauða borðinu ásamt Maríu Lillju þau Guðmundur Ingi Þóroddsson, Formaður Afstöðu félags fanga. Svala Jóhannesardóttir, formaður Matthildarsamtakanna um skaðaminnkun, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalista og formaður velferðarráðs Reykjavíkur og Pétur Eggerz, tæknistjóri og aðgerðasinni. Það hefur margt gengið á innanlands sem utan en hæst ber að nefna margt varðandi Gaza, mótmæli, málþing, rasisma, hnífstungu og mannskæðan bruna. Þá mælti heilbrigðisráðherra fyrir frumvarpi sem segir nikótínpúðum stríð á hendur, Trump lét gamminn geysa um hin ýmsu mál, úttekt Viðskiptaráðs um kostnað ríkis og bæja vegna latra starfsmanna vakti hörð viðbrögð, búvörulögin voru staðfest af Hæstarétti og Perlan seldist. Þá heyrum við jafnan hvað gestir okkar aðhöfðust í vikunni sem leið en þau eru öll sérstaklega iðin við baráttuna fyrir betra samfélagi.

Vikuskammtur: Vika 20arrow_forward
Í frjálst spjall út frá fréttum vikunnar mæta þau Brynhildur Björnsdóttir, kabarett-söngkona og höfundur bókarinnar Venjulegar konur -vændi á Íslandi, Arnar Eggert Thoroddsen, félagsfræðingur við Háskóla Íslands og Sigrún Sandra Ólafsdóttir, textíl-sóunar og fata-neyslufræðingur og Ágúst Borgþór Sverrisson, rithöfundur og fréttastjóri Dv og fara yfir fréttir vikunnar með Oddnýju Eir og segja sínar eigin fréttir.

Vikuskammtur: Vika 19arrow_forward
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau María Hjálmtýsdóttir kennari, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur, Haukur Már Helgason rithöfundur og Ása Björk Ólafsdóttir prestur og ræða fréttir vikunnar þar sem finna á njósnir, svik, deilur, þjóðarmorð, frið og nýjan páfa.

Vikuskammtur: Vika 18arrow_forward
Stór fréttavika að baki og margt að ræða. Ásamt Maríu Lilju mæta til borðs þau: Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundu ofbeldi, Pétur Eggerz tæknistjóri og aðgerðasinni, Birkir Fjalar Viðarsson, metalhaus og þreyttur faðir og Helga Þórey Jónsdóttir, kennari og menningarfræðingur.

Vikuskammtur: Vika 17arrow_forward
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Steinar Harðarson, athafnastjóri hjá Siðmennt og gjaldkeri Vg, Helga Arnardóttir fjölmiðla- og kvikmyndagerðarkona, Margrét Helga Erlingsdóttir fréttakona og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af deilum og átökum um grundvallarþætti samfélagsins, mannréttindi og frelsi.